Langtímaleiga

Algengar spurningar

Avis2021_BK216305.jpg

- Hvað er innifalið?

  • 15.000 – 28.000 km. akstur á ári
  • Tryggingar með sjálfáhættu frá kr. 30.000 til kr. 200.000, eftir stærð bifreiðar og valinn þjónustu.
  • Smur- og þjónustuskoðanir
  • Tryggingar
  • Allt hefðbundið viðhald á leigutíma
  • Dekk og dekkjaskipti
  • Geymsla á dekkjum

- Hver er munurinn á langtímaleigu og vetrarleigu?

  • Langtímaleiga er leiga sem nær yfir meira en 12 mánuði. Með vetrarleigu Avis færðu frelsi til að velja aðrar samgönguleiðir yfir sumartímann og að einbeita þér að öðru en rekstri og viðhaldi bíla yfir veturinn. Hjá okkur býðst þér nýlegur bíll að eigin vali og aðgengi að traustu ökutæki þegar hausta tekur. Bíllinn er þá tekinn á leigu í 6 mánuði eða lengur yfir vetrartímann og skilað að vori.

- Hvað geri ég ef ég lendi í tjóni / slysi?

  • Vinsamlegast hringdu á neyðarlínu lögreglunnar 112.
  • Lendi leigutaki í tjóni eða óhappi fæst annar bíll samdægurs án aukagjalds.

- Er hægt að fá stærri bíl til skemmri tíma?

  • Já, viðskiptavinir í langtímaleigu fá sérkjör á skammtímaleigu, sé þörf á stærri bíl, jeppa eða skutbíl.

- Hvað er rukkað ef farið er yfir umsaminn kílómetrafjölda?

  • Gjald pr. umfram km. er 14 - 20 kr. fyrir fólksbíla og 18 - 25 kr. fyrir jepplinga, jeppa og sendiferðabíla.

- Er hægt að skila fyrr en samið var um?

  • Samningar eru uppsegjanlegir en rukkað er fyrir hámark 2 mánuði eftir að bíl er skilað.

- Hvað þarf ég að hafa með mér þegar ég sæki bílaleigubílinn minn?

  • Ökuskirteini
  • Gilt kreditkort

- Er hægt að skipta um bíl á leigutíma?

  • Já, þú ert ekki bundin/n sama bíl allt leigutímabilið.