Frá og með 1. janúar 2026 taka ný lög um kílómetragjöld gildi.
Kílómetragjald er innheimt á grundvelli fjölda ekinna kílómetra og kemur í stað þeirra olíu- og bensíngjalda sem áður voru lögð á eldsneyti. Með þessu fyrirkomulagi endurspeglar gjaldtakan raunverulega notkun vegakerfisins, þar sem greiðslan byggir á akstri frekar en eldsneytiseyðslu.
Gjaldtakan var fyrst tekin upp árið 2024 fyrir rafmagns-, vetnis- og tengiltvinnbíla, og gert er ráð fyrir að hún nái einnig til annarra ökutækja frá og með janúar 2026.
Kílómetragjald er 6,95 kr. fyrir hvern ekinn kílómetra.
Frekari upplýsingar um breytingarnar og gildandi löggjöf má finna á vefnum www.vegirokkarallra.is